Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Nýr flokkur, nýtt fólk.

Nýr flokkur sem er ekki með neina fortíðardrauga eða gamla arfleið, það er eina vitið. Það er alltaf sami grautur í sömu skál hjá gömlu flokkunum hvort sem það koma ný andlit eða ekki. Flokksmaskínurnar breytast ekkert við ný andlit. Gangi ykkur vel með þennan nýja flokk. Og afnemið nú verðtrygginguna sem gömlu flokkarnir og svo ekki sé minnst á verkalýðsleiðtogarnir passa vel upp á!


mbl.is Framfaraflokkurinn stofnaður á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með alla stjórnmálamenn frá stjórn landsins og það strax!!!!!!!!!!!

Fáum hagfræðinga á borð við Jón Daníelsson og Gylfa Zöega og fleirri sem hafa vit á efnahagsmálum til að taka í taumana. Það er stórskaðlegt að láta stjórnina halda áfram að keyra okkur í kaf. Hver önnur ílla ógrunduð ávkörðunin stendur eftir að neyðarlög voru sett. Almenningur eru þeir einu sem blæða og munu verða látin blæða út! Nógur er skaðinn þegar af misvitrum ákvörðunum. Burt með vitleysingja sem stjórna landinu og það strax!!!!!! Hverjir stjórna landinu núna; dýralæknir í fjármálunum, fiskifræðingur sem er nánast ígildi formanns samfylkingarinnar, og lögfræðingur í peningamálunum, nei þetta gengur ekki svona lengur.
mbl.is Kannast ekki við pólskt lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíðið nú aðeins við...

þessir reikningar, þ.e.a.s. peningamarkaðsreikningarnir voru ekki tryggðir af innlánstryggingarsjóði eins og almennir reikningar í bönkunum. Menn sem fjárfestu í þessum peningamarkaðsreikningum vissu að það fylgdi því áhætta. Og nú er búið að bæta þeim stóran hluta þeirra áhættu.  Hvernig í andskotanum stendur á því að ríkisstjórnin heimilar svona notkun á skattfé almennings. Hvað er að gerast í þessu bananalýðveldi???  Þurrkum sjálfstæðisflokkinn út í næstu kosningum, þ.e.a.s. ef það verður eitthvað kosið meira í þessu "lýðveldi" Þetta er orðið einræði útvaldra!


mbl.is Alfarið á ábyrgð ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASÍ er ber ekki hag félagsmanna fyrir brjósti..........

fyrr en það og önnur samtök launþega drullast til að berjast fyrir því að verðtrygging verði afnumin. Og allt tal um að þá hrynji lífeyrissjóðakerfið er hjóm eitt. Ísland er nánast eina landið ef ekki það eina í Evrópu sem er með verðtryggingu. Hvenær fáum við fólk í forustu launþegahreyfinga sem bera hag hreyfingarinnar fyrir brjósti? Líklega aldrei.
mbl.is ASÍ lýsir furðu og hneykslan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farvel X-D

Þetta er ósköp einfalt mál. Ef þeir aðilar sem komu þjóðinni í þennan vanda fá að snúa aftur og kaupa eigin skuldsettar eignir á brunaútsölu þá verður sjálfstæðisflokknum refsað grimmilega fyrir hönd þeirra. Það mun sjást í næstu kosningum, flokkurinn mun nánast hverfa, sjáið til!


mbl.is Kaupverðið á 365 6,4 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband