Manni verður óglatt

Stjórnvöld eru að reyna koma höggi á mig og fjölskyldu mína, var haft eftir Jóhannesi í Bónus í Sjónvarpsfréttum áðan. Ég segi nú bara; á ekki hann og hans fjölskylda stóran þátt í hvernig ástandið er hér á landinu núna! Sveltum svínið!


mbl.is Brot Haga alvarlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkeppni.  Er það ekki það sem allir vilja Af hverju má ekki Bónus selja vöru undir kostnaðar verði eins og útsölur gera?  Af hverju er það í samkeppni, að sá sem er með lagsta verðið a tiltekinni vöru, skuli vera ákærður fyrir lögbrot fyrir að selja undir kostnaðarverði,þegar samkeppnisaðilarnir selja líka undir kostaðarverði. Fjöldi annara aðila í atvinnurekstri veita allskonar þjónustu undir kostnaðarverði, olíufélögin frítt kaffi og fleira  og fleiri og fl. þessi samkeppnislög eru rugl og alþingi til skammar. Bónus eru þeir aðilar sem mest og best hafa bætt hag alþýðu þessa lands, t.d. að hafa sama verð á sinni vöru um allt land, öfugt við olíufélögin, sem eiga að hafa sama verð allstaðar, því þeir fá fluttningsjöfnunnargjald frá ríkinu,ekki fær Bónus það. Nei þetta er ofstæki ákveðinna afla þeirra sömu og hafa komið okkur í þá hrikalegu aðstöðu og við erum í nú.

hafsteinn sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 20:05

2 identicon

Hafsteinn, það bara einfaldlega heitir ekki "samkeppni" þegar aðili á markaði kemur í veg fyrir samkeppni á þennan hátt,  annaðhvort í krafti markaðsráðandi stöðu eða fjármagns.

Þessar aðgerðir, þvert á móti, senda þau skilaboð á markaðinn að enginn skuli keppa við Bónus án þess að fara illa út úr því og kemur þar með í veg fyrir að einhverjir leggi aftur í að keppa við þá.

Gott dæmi er þegar Mjólkursamsalan lék sama leik við kjörís, þ.e. undirbauð vöru kjöríss þangað til þeir lögðu upp laupana og þá auðvitað hækkaði verðið aftur upp í verð þess sem er einn á markaði.

Annað dæmi er þegar Flugleiðir keyrðu Íslandsflug út af markaðnum og hækkuðu svo verðin strax á eftir til að "leiðrétta fyrri tapi sem hefði komið til vegna samkeppni".

Svona viðskiptahætti er nauðsynlegt að koma í veg fyrir til að það ríki eðlileg samkeppni á markaðnum og að neytendur hljóti ekki skaða af þegar til lengri tíma er litið.

Þetta er allt kennt á fyrsta ári Í hagfræði.

Fransman (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband