Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Hraðakstur er orsök

Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur fyrir löngu sannað tilvist sína. Rannsóknir RNU og orsakagreiningar á alvarlegum slysum eru til mikilla bóta og markmiðin eru skýr en þau eru að læra hvað betur megi fara í umferðinni, benda á úrbætur með það að sjónarmiði að fækka slysum.  Í þessum tveimur slysum sýna rannsóknir RNU enn og aftur fram á það með afgerandi hætti hvernig vegfarendur missa algjörlega stjórn á atburðarrás í umferðinni vegna mikils hraða með hörmulegum afleiðingum. Allt tal um að það þurfi að skipta út starfsmönnum RNU finnst mér bara vera út í hött. Sumum bloggurum virðist aldrei ætla að skilja það að götur borgarinnar eru ekki kappakstursbrautir og þar af leiðandi ekki hannaðar til hraðaksturs, svo ég tali nú ekki um kappakstur. Eftir að hafa lesið skýrslur RNU og skoðað vettvangsmyndir í þeim um þessi tvö slys þá get ég ekki annað en verið sammála þeim um að hraðinn sé þarna helsti orsakavaldur.


mbl.is Banaslys rakin til hraðaksturs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingjaskapur stjórnvalda!

Ætlar ríkisstjórnin að koma enn einum bankanna í þrot? Af hverju er þetta mál með SPI komið á þetta stig? Svona umræða um enn einn bankann hér á landi skaðar okkur á alþjóðavettvangi, svona fréttir berast út eins og eldur í sinu. Skammist ykkar þið sem stjórnið landinu og peningamálum hér á landi! Orðið "flón" um stjórnendur landsins heyrðust frá virtum hagfræðiprófessor í Ameríku í fréttum í gær. Held að það séu orð að sönnu!
mbl.is Hættir viðskiptum tímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherra enn á villigötum

Hvenær ætlar ráðherra dómsmála að styrkja lögregluna? Rafbyssur eru eflaust góðar til síns brúks í vissum aðstæðum. Þær aðstæður voru ekki í Hraunbænum, sem betur fer voru lögreglumennirnir er þar lentu undir ekki með þannig byssur. Þar var við ofurefli að etja og ofbeldismennirnir hefðu líklega náð að afvopna lögregluna og notað byssurnar gegn þeim sjálfum. Ég vil ekki einu sinni hugsa þá hugsun til enda. Miðað við það sem maður hefur lesið í fjölmiðlum undanfarið þá virðist vanta tugi lögreglumenn á götuna á hverri vakt miðað við fjölda þeira undanfarin ár. Og hvenær ætlar dómsmálaráðherrann að ganga í það mál? Hans er ábyrgðin! Ráðherrann ber einnig ábyrgð ef lögreglumenn slasast illa sökum þess að þeir verða undir vegna mannfæðar.


mbl.is Björn: Tryggja verður öryggi lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árás á lögreglu er árás á almenning

Eitt af verkefnum lögreglu er að vernda og aðstoða almenning. Og að ráðast gegn lögreglunni þar sem hún er við skyldustörf er ekkert annað en árás á heiðvirðan almenning í leiðinni. Við verðum að tryggja öryggi lögreglumanna hvernig sem það er gert. Og til þess þarf að stórfjölga í liðinu, fá þeim betri varnarbúnað og svo framvegis. Varla viljum við að ástandið verði þannig að lögreglan veigri sér við að fara í útkall til að halda uppi lögum og reglum vegna fámennis og öryggisleysis. Nei takk, stórefla þarf lögregluna og það tafarlaust!


mbl.is Fólskuleg árás á lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Köllum sendiherra okkar í Bretlandi heim hið snarasta!

Bretar segjast vorkenna okkur að hafa ekki komist í öryggisráðið, ráð sem er hýst af stofnun sem kallast Sameinuðu þjóðirnar. Sú stofnum er gjörsamlega máttlaus og óþörf stofnun. Mér er enn minnistætt allir fundirnir og allar ályktanirnar frá þessari stofnun meðan þjóðarmorð voru framin í fyrrum Júgóslavíu ásjáandi svokölluðum friðargæslumönnum þessara máttlausu stofnunnar

Ég sem íslendingur frábið mér vorkunn frá Bretum. Þeir eru með okkur í NATO og beita okkur hryðjuverkalögum, efast um að þeir hefðu gert þetta sama við önnur NATO ríki. Og hin NATO löndin horfa á og segja ekkert.

Við eigum enga samleið með Bretum og hinum NATO þjóðunum. Köllum sendiherra okkar í Bretlandi heim hið snarasta og einnig fasta fulltrúa okkar hjá NATO.

Hvað varðar yfirlýsingu sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ um að þeir séu sáttir við að Tyrkir hafi fengið góða kosningu þá lýsir hún sér sjálf. Tyrkland er hlið Bandaríkjamanna inn í arabalöndin og þurfa þeir þess vegna á þeim að halda. Bandaríkjamenn eru og hafa alltaf verið ómerkilegir tækifærissinnar.

 


mbl.is Bretar vorkenna Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farið hefur fé betra

Hvernig var staðan í "öruggu" ávöxtunarsjóðunum hjá Glitni sem almenningi var boðið upp á? Var ekki gefin út afkomuviðvörun fyrir stuttu og af hverju? Hafa hlutirnir verið í lagi í þessum banka? nei það get ég ekki ímyndað mér. Og sem skattgreiðandi þá er ég fegin að fjármálaeftirlitið hefur nú gripið inn í og tekið Glitni yfir. Við það spörum við almenningur nokkra tugi milljarða. Á svo ekki að kenna Seðlabankanum og Davíð um þetta inngrip FME líka?


mbl.is FME tekur Glitni yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterkur Davíð

Davíð Oddsson var ekkert að skafa utan af hlutunum og eða reyna að fela neitt í Kastljósinu í kvöld. Talaði á mannamáli eins og það kallast. Mér fannst gott að heyra seðlabankastjórann skýra frá því hvernig ástandið er í raun og veru og afhverju hann telur það vera þannig. Sakna hans úr pólitíkinni. Þurfum sterkan leiðtoga. Ráðherrar sjálfstæðisflokksins og þá sérstaklega forsætisráðherrann eru ömurlegir "landsfeður" og þeim fer það illa úr hendi að þjappa þjóðinni saman á þessum erfiðu tímum.


mbl.is Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óábyrgt tal hjá forstjóra Neins

Það er með öllu óábyrgt af forstjóra N1 að tala svona, hann á að vita betur, enda hefur það komið á daginn að stjórnvöld hafa gefið það út að hér á landi verði ekki eldsneytisskortur. Að koma fram í fjölmiðlum með svona hræðsluáróður er forstjóranum til skammar og ekki til að róa ástandið hér.
mbl.is Hætta á að landið verði olíulaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Máttlaus samtök

Hvenær fáum við, neytendur, alvöru neytendasamtök sem hafa sterka forustu og talsmenn? Þegar Jóhannes byrjar að tjá sig í einhverjum ljósvakamiðli þá skipti ég einfaldlega á þann næsta. Hef sama háttinn á þegar umferðarútvarpið byrjar einhverstaðar. Það sjá allir hvernig neytendur eru "teknir". Hvernig fór t.d. með virðisaukalækkunina í fyrra? hagnaðist hún okkur neytendum, nei ekki neitt! Hverjir eiga að gæta hagsmuna okkar? Ég bara spyr.
mbl.is Jóhannes: Vill flýtimeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband