Varðhundar verðtryggingar - Farið frá!

Þyngsti baggi heimilinna í dag eru verðtryggðu húsnæðislánin.  Svona verðtryggð lán eru einsdæmi í Evrópu. Af 20milljón króna láni eru heimilin að borga um 100milljónir tilbaka. Það sér hver heilvita maður að þetta gengur ekki lengur. Verkalýðsleiðtogarnir eru varðhundar verðtryggingarinnar. Þeir eru tryggustu talsmenn þess að halda heimilunum í gíslingu verðtryggingar. Það þarf að skipta um forustu í verkalýðshreyfingunni strax.


mbl.is Ríkisstjórnin stokki upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er spurning hvort ekki sé hægt að komast að ásættanlegri verðtryggingu húsnæðislána með því að taka upp eins konar húsnæðisvísitölu sem byggir á launavísitölu, húsnæðisverði og leigukostnaði? Þar með væri verðtrygging húsnæðislána tekin úr sambandi við gengi og verðbólguvísitölu lánskjara og endurspeglaði þá verðbreytingar á húsnæðismarkaði, bæði hækkanir og lækkanir.
Og svo þarf verkalýðsskrumarapakkið að setja kröfu um verðtryggingu launa ofar öllum öðrum kröfum þar sem allur kostnaður heimilanna er verðtryggður en tekjurnar ekki. Það er ranglæti dauðans!

corvus corax, 27.11.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband