Skammist ykkar

Fáránleikinn uppmálaður. Að reyna að byggja hús úr brunarústunum einum saman er ekki hægt. Davíð Oddson kallaði útrásarmennina óreiðumenn. Ég vil kalla allt batteríið óreiðumenn og á ég þá við, stjórnmálamenn, seðlabankann, ríkisstjórnina, stjórnendur bankanna og fjármálaeftirlitið. Allur pakkinn brást og við, sauðsvartur almenningurinn, þurfum að borga. Og til ykkar í ríkisstjórninni þá vil ég þakka kærlega fyrir hvað þið eruð "almennileg" að ætla að leigja mér íbúðina mína sem þið ætlið að láta íbúðalánasjóð taka af mér út af ykkar trassaskap. Þvílík hjálp til heimilanna!!  Skammist ykkar bara!!!!! Þetta er sko aldeilis hjálparpakki. Á mannamáli heitir þetta eignaupptaka af því að þið sváfuð á verðinum. Ekki eruð þið menn að sækja peninganna til þeirra sem eiga nóg af þeim!
mbl.is Forstjóri verndaður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband