Bíðið nú aðeins við...
6.11.2008 | 14:31
þessir reikningar, þ.e.a.s. peningamarkaðsreikningarnir voru ekki tryggðir af innlánstryggingarsjóði eins og almennir reikningar í bönkunum. Menn sem fjárfestu í þessum peningamarkaðsreikningum vissu að það fylgdi því áhætta. Og nú er búið að bæta þeim stóran hluta þeirra áhættu. Hvernig í andskotanum stendur á því að ríkisstjórnin heimilar svona notkun á skattfé almennings. Hvað er að gerast í þessu bananalýðveldi??? Þurrkum sjálfstæðisflokkinn út í næstu kosningum, þ.e.a.s. ef það verður eitthvað kosið meira í þessu "lýðveldi" Þetta er orðið einræði útvaldra!
Alfarið á ábyrgð ríkisstjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
GEIR H OG INGIBJÖRG SÓLRÚN HAFA ÁTT FÉ Í SJÓÐNUM
Guðrún (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 14:41
Ástæða þess að fólki hefur verið greitt út úr þessum sjóðum (um 80-85% af eign) er sú að mjög margir voru ekki meðvitaðir um að áhætta fylgdi því að ávaxta fé í þessum sjóðum. Bankarnir unnu markvisst i því að fá fólk til þess að færa peninga úr almennum innistæðureikningum yfir í peningamarkaðssjóðina án þess þó að upplýsa fólk, oft eldra fólk, um áhættuna sem því fylgdi. Hvatinn fyrir bankana var sá að þeir höfðu nefnilega mun rýmri heimildir til þess að ráðstafa fé úr sjóðunum en reikningunum.
Ásgeir Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.