Hraðakstur er orsök
30.10.2008 | 21:56
Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur fyrir löngu sannað tilvist sína. Rannsóknir RNU og orsakagreiningar á alvarlegum slysum eru til mikilla bóta og markmiðin eru skýr en þau eru að læra hvað betur megi fara í umferðinni, benda á úrbætur með það að sjónarmiði að fækka slysum. Í þessum tveimur slysum sýna rannsóknir RNU enn og aftur fram á það með afgerandi hætti hvernig vegfarendur missa algjörlega stjórn á atburðarrás í umferðinni vegna mikils hraða með hörmulegum afleiðingum. Allt tal um að það þurfi að skipta út starfsmönnum RNU finnst mér bara vera út í hött. Sumum bloggurum virðist aldrei ætla að skilja það að götur borgarinnar eru ekki kappakstursbrautir og þar af leiðandi ekki hannaðar til hraðaksturs, svo ég tali nú ekki um kappakstur. Eftir að hafa lesið skýrslur RNU og skoðað vettvangsmyndir í þeim um þessi tvö slys þá get ég ekki annað en verið sammála þeim um að hraðinn sé þarna helsti orsakavaldur.
Banaslys rakin til hraðaksturs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.