Aumingjaskapur stjórnvalda!

Ætlar ríkisstjórnin að koma enn einum bankanna í þrot? Af hverju er þetta mál með SPI komið á þetta stig? Svona umræða um enn einn bankann hér á landi skaðar okkur á alþjóðavettvangi, svona fréttir berast út eins og eldur í sinu. Skammist ykkar þið sem stjórnið landinu og peningamálum hér á landi! Orðið "flón" um stjórnendur landsins heyrðust frá virtum hagfræðiprófessor í Ameríku í fréttum í gær. Held að það séu orð að sönnu!
mbl.is Hættir viðskiptum tímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ef veðin eru ekki í lagi þá þarf að styrkja þau, persónulega hef ég ekki efni né áhuga á stærri skuldsetningu - ég vænti þess að Seðlabankinn sé að sinna því starfi sem honum er ætlað - ég verð að geta treyst þessari stofnun

Jón Snæbjörnsson, 21.10.2008 kl. 11:58

2 Smámynd: Mamba

Ég lít á heildina og vil að reynt sé að draga úr keðjuverkun skemmda og lágmarka skaðann eins og hægt er úr því sem komið er. Eða vilja stjórnvöld kannski bara að allar fjármálastofnanir sem eru í erfiðleikum fari í þrot? Það myndi nú aldeilis líta vel út fyrir landið og bæta stöðuna! Hvað voru stjórnvöld í Svíþjóð t.d. að gera í gær til að aðstoða fjármálakerfið þar í landi?

Mamba, 21.10.2008 kl. 12:04

3 Smámynd: Mamba

Nei, sem skattgreiðandi þá vil ég ekki borga fyrir alla þessa vitleysu. Alls ekki! Við erum væntanlega sammála um það sem skattgreiðendur. Frá mínum bæjardyrum séð þá er málið þetta: Það var illa staðið að einkavæðingu bankanna og fjármálakerfisins í heild sinni. Engar reglugerðir um fjármálageirann og vanmáttugar eftirlitsstofnannir máttu síns lítils þar af leiðandi. Mín skoðun á þessum tímapunkti er sú að það eigi að reyna að bjarga því sem bjargað verður með að gefa þeim sem eftir lifa svigrúm og hjálp til að fallið verði ekki algjört í þessum geira. Eða viljum við að restin fari líka? það er ekki bara SPI sem er tæpur, nokkrar aðrar stofnanir riða einnig til falls.

Mamba, 21.10.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband