Ráðherra enn á villigötum

Hvenær ætlar ráðherra dómsmála að styrkja lögregluna? Rafbyssur eru eflaust góðar til síns brúks í vissum aðstæðum. Þær aðstæður voru ekki í Hraunbænum, sem betur fer voru lögreglumennirnir er þar lentu undir ekki með þannig byssur. Þar var við ofurefli að etja og ofbeldismennirnir hefðu líklega náð að afvopna lögregluna og notað byssurnar gegn þeim sjálfum. Ég vil ekki einu sinni hugsa þá hugsun til enda. Miðað við það sem maður hefur lesið í fjölmiðlum undanfarið þá virðist vanta tugi lögreglumenn á götuna á hverri vakt miðað við fjölda þeira undanfarin ár. Og hvenær ætlar dómsmálaráðherrann að ganga í það mál? Hans er ábyrgðin! Ráðherrann ber einnig ábyrgð ef lögreglumenn slasast illa sökum þess að þeir verða undir vegna mannfæðar.


mbl.is Björn: Tryggja verður öryggi lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband