Sterkur Davíð

Davíð Oddsson var ekkert að skafa utan af hlutunum og eða reyna að fela neitt í Kastljósinu í kvöld. Talaði á mannamáli eins og það kallast. Mér fannst gott að heyra seðlabankastjórann skýra frá því hvernig ástandið er í raun og veru og afhverju hann telur það vera þannig. Sakna hans úr pólitíkinni. Þurfum sterkan leiðtoga. Ráðherrar sjálfstæðisflokksins og þá sérstaklega forsætisráðherrann eru ömurlegir "landsfeður" og þeim fer það illa úr hendi að þjappa þjóðinni saman á þessum erfiðu tímum.


mbl.is Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Sakna hans úr pólitíkinni". - Heilshugar sammála. Þegar Íslandssaga síðustu 40 ára verður skrifuð, mun nafn Davíðs Oddssonar verða þar skráð stærstum stöfum. - En - í dag - "enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur".

 Davíð lifi !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 23:34

2 identicon

Það er með ólíkindum hvað komma kratarnir eru alltaf tilbúnir að skjóta sendiboðan(Davíð)

jon sig (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 23:45

3 Smámynd: Mamba

"Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur"  NÁKVÆMLEGA

Mamba, 7.10.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband