Varðhundar verðtryggingar - Farið frá!

Þyngsti baggi heimilinna í dag eru verðtryggðu húsnæðislánin.  Svona verðtryggð lán eru einsdæmi í Evrópu. Af 20milljón króna láni eru heimilin að borga um 100milljónir tilbaka. Það sér hver heilvita maður að þetta gengur ekki lengur. Verkalýðsleiðtogarnir eru varðhundar verðtryggingarinnar. Þeir eru tryggustu talsmenn þess að halda heimilunum í gíslingu verðtryggingar. Það þarf að skipta um forustu í verkalýðshreyfingunni strax.


mbl.is Ríkisstjórnin stokki upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipta um stjórnendur nýju bankanna strax!!!!!!!!!!!!!!

Þá er það sem mönnum grunaði að koma á daginn. Nýju bankarnir gera ekkert annað en að verja spillinguna og það sem fór fram í þeim gömlu.  Haldið þið að þetta fólk geri eitthvað í að rannsaka hvað fór fram í þeim gömul? Aldrei, og svo á að kenna Morgunblaðinu nú um fyrir að reyna upplýsa eitthvað af þeim skít sem þar viðgengst. Burt með nýju stjórnendur Glitnis, þeir eru nú ekki einu sinni hafðir yfir allann vafa sjálfir miðað við það sem skrifað hefur verið um þá. Hvað á Þetta að ganga langt!


mbl.is FME hefur umfjöllun Morgunblaðsins til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki benda á mig

Öllum öðrum að kenna en mér! Fjármálaeftirlitið er saklaust af öllu. Hvað fellst í nafninu  ->Fjármála--eftirlit?  Til hvers er þessi stofnun? Afhverju var hún þá að starfa? Nei Jónas, líttu í eigin barm! Klúður ofan á klúður, bull og aftur bull.  Það væri til lítils að vera með Lögregluna ef hún hefði ekki lög, lagaúrræði og reglugerðir til að vinna eftir. Þá væri hægt að leggja hana af.


mbl.is Tveir bankar í greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammist ykkar

Fáránleikinn uppmálaður. Að reyna að byggja hús úr brunarústunum einum saman er ekki hægt. Davíð Oddson kallaði útrásarmennina óreiðumenn. Ég vil kalla allt batteríið óreiðumenn og á ég þá við, stjórnmálamenn, seðlabankann, ríkisstjórnina, stjórnendur bankanna og fjármálaeftirlitið. Allur pakkinn brást og við, sauðsvartur almenningurinn, þurfum að borga. Og til ykkar í ríkisstjórninni þá vil ég þakka kærlega fyrir hvað þið eruð "almennileg" að ætla að leigja mér íbúðina mína sem þið ætlið að láta íbúðalánasjóð taka af mér út af ykkar trassaskap. Þvílík hjálp til heimilanna!!  Skammist ykkar bara!!!!! Þetta er sko aldeilis hjálparpakki. Á mannamáli heitir þetta eignaupptaka af því að þið sváfuð á verðinum. Ekki eruð þið menn að sækja peninganna til þeirra sem eiga nóg af þeim!
mbl.is Forstjóri verndaður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ojjbarasta, heyra í þessum manni.

Munið það bara að Ögmundur Jónason er einn af varðhundum verðtryggingarinnar sem er að keyra mörg heimili í þrot. Einnig er hann með niðurgreiddan lífeyrissjóð sem ríkisstarfsmenn hafa. Og hverjir þurfa að borga í hann? jú við restin sem erum ekki ríkisstarfsmenn. Þetta er ekkert annað en klár mismunun þegnanna!
mbl.is Eins og blaut tuska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert annað en fals og feluleikur - maður getur gubbað!

Hvernig væri að leiðrétta mun á lífeyrisréttindum almennings og ríkisstarfsmanna í leiðinni? Ég sem skattgreiðandi hef bara engan áhuga á að borga í viðbótarlífeyrissjóði ríkisstarfsmanna. Allir eiga að sitja við sama borð. Og svo er ógeðfellt að heyra í "verkalýðsleiðtoganum" Ögmundi Jónassyni vera að tjá sig um þetta mál. Hann er eins og hinir verkalýðsleiðtogarnir mestu skaðvaldar heimilanna með því að vera varðhundur verðtryggingarinnar. Ég er að fá ógeð á þessu öllu liði.
mbl.is Óska eftir launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sökudólgarnir fundnir!

Hér á landi höfum við ríkisstjórn, pólítikusa, seðlabanka og fjármálaeftirlit sem eiga að passa upp á það að hér séu reglur um fjármálastofnanir og þeim sé fylgt eftir. Fyrrnefndu aðlilar brugðust allir. Og hvað þá, jú, niðurstaðan er kominn, sökudólgarnir eru fundnir. Það eru fjölmiðlarnir. Er ekki allt í lagi hjá þessum fyrrnefndum aðilum sem eru með skítinn langt upp á bak!!!!
mbl.is Fjölmiðlar í heljargreipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fráleitt!!!!

Þetta er bara út í hött!! Að skuldsetja okkur uppfyrir haus, hvernig dettur þeim þetta í hug,kosningar strax!!
mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr flokkur, nýtt fólk.

Nýr flokkur sem er ekki með neina fortíðardrauga eða gamla arfleið, það er eina vitið. Það er alltaf sami grautur í sömu skál hjá gömlu flokkunum hvort sem það koma ný andlit eða ekki. Flokksmaskínurnar breytast ekkert við ný andlit. Gangi ykkur vel með þennan nýja flokk. Og afnemið nú verðtrygginguna sem gömlu flokkarnir og svo ekki sé minnst á verkalýðsleiðtogarnir passa vel upp á!


mbl.is Framfaraflokkurinn stofnaður á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með alla stjórnmálamenn frá stjórn landsins og það strax!!!!!!!!!!!

Fáum hagfræðinga á borð við Jón Daníelsson og Gylfa Zöega og fleirri sem hafa vit á efnahagsmálum til að taka í taumana. Það er stórskaðlegt að láta stjórnina halda áfram að keyra okkur í kaf. Hver önnur ílla ógrunduð ávkörðunin stendur eftir að neyðarlög voru sett. Almenningur eru þeir einu sem blæða og munu verða látin blæða út! Nógur er skaðinn þegar af misvitrum ákvörðunum. Burt með vitleysingja sem stjórna landinu og það strax!!!!!! Hverjir stjórna landinu núna; dýralæknir í fjármálunum, fiskifræðingur sem er nánast ígildi formanns samfylkingarinnar, og lögfræðingur í peningamálunum, nei þetta gengur ekki svona lengur.
mbl.is Kannast ekki við pólskt lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband